Útkall í uppgræðslu í Eldfelli

fimmtudaginn 11. júlí kl. 17:30

9.Júlí'19 | 13:09
uppgraedsla_eldfell_2018_ads_vsv

Ljósmynd/aðsend

Sjálfboðsliðar dreifa áburði og fræi í hlíðum Eldfells fimmtudaginn 11. júlí kl. 17:30 með Guðmundu Bjarnadóttur í broddi fylkingar. Allir velkomnir, stórir og smáir, með græna fingur og uppgræðslugleði í hjarta.

Guðmunda hvetur væntanlega liðsmenn í græna hernum sínum til að hafa með sér hlífðarhanska, segir í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar.

Landgræðslan í Eldfelli á rætur að rekja til ákvörðunar Vinnslustöðvarinnar um að veita 10 milljónir króna til verksins í tilefni sjötugsafmælis síns 2016 í samstarfi við Vestmannaeyjabæ. Uppgræðsluverkefnið hefur verið í tvö ár og verður því haldið áfram í ár. Guðmunda Bjarnadóttir situr í stjórn Vinnslustöðvarinnar og er verkefnisstjóri þessa verkefnis af hálfu VSV.

Verkefni þetta hefur skilað miklum, sýnilegum og gleðilegum árangri.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.