„Erum að tala um daga en ekki vikur”

9.Júlí'19 | 11:59
IMG_1809

Enn er þess beðið að nýr herjólfur komist í gagnið. Ljósmynd/TMS

Enn er þess beðið að nýr Herjólfur komist í áætlun, en ferjan kom hingað til Eyja þann 15. júní síðastliðinn. Eyjar.net tók framkvæmdastjóra Herjólfs tali í morgun til að grennslast fyrir um hver staðan sé á málinu.

„Unnið hefur verið að uppsetningu og lagfæringu á ekjubrú í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn. Það hefur legið fyrir frá því að nýja ferjan kom heim að gera þarf lagfæringar á  hafnarmannvirkjum í Vestmannaeyjum, Landeyjahöfn og Þorlákshöfn. Áhersla var lögð á að uppsetning og breyting gæti gengið fyrir báðar ferjurnar. Verkinu miðar ágætlega.” segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.

Þarf að keyra nokkuð á brýrnar með stór farartæki við mismunandi sjávarstöðu

Hann segir nægilegar breytingar hafa verið gerðar í Vestmannaeyjum og í Landeyjahöfn til þess að hægt sé að sigla á þær við mismunandi aðstæður eftir sjávarstöðu. Frekari og endanlegur frágangur er hægt að vinna eftir að búið er að sigla nokkuð á brýrnar og með farartæki.

„Jafnframt þarf að keyra nokkuð á brýrnar með stór farartæki við mismunandi sjávarstöðu en á sama tíma að reyna öll rekstrar- og stjórntæki nýju ferjunnar.”

 

Munum ekki hefja rekstur ferjunnar fyrr en fullljóst er að allt gangi heim og saman

„Meðan lagfæringar hafa staðið yfir hefur tíminn farið í að yfirfara, laga eða breyta því sem nauðsynlega hefur þurft að gera. Að sama skapi eru nokkur atriði sem falla undir ábyrgðatryggingu sem hafa verið skráð og komin í ferli. Þessi atriði eiga ekki að stoppa rekstur ferjunnar en nokkur tími hefur þó farið í að skrásetja þetta og koma til viðeigandi aðila en fjölmargir framleiðendur eiga búnað í nýju ferjunni.

Það er mikil eftirvænting allra að geta hafið rekstur á nýju ferjunni enda öll skírteini og leyfi til staðar en við munum ekki hefja rekstur hennar fyrr en fullljóst er að allt gangi heim og saman og líkur á stoppi verði takmarkað.  Hvenær nákvæmlega ferjan fer undir er ekki hægt að fullyrða en við erum að tala um daga en ekki vikur. Við munum tryggja að það fá allir að frétta af því hvenær við hefjum rekstur – því fyrr því betra og meiri hamingja.” segir framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.

Tags

Herjólfur

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.