Goslokahátíð:
Gakktí Bæinn - Arkitektúr og byggingarsagan fyrir gos
6.Júlí'19 | 08:44Gakktí Bæinn er grafísk sögusýning sem fjallar um uppbyggingu og arkitektúr í Vestmannaeyjum fyrir Heimaeyjargosið 1973.
Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli sveitarfélagsins verður sýning á einföldum húsateikningum í grafískum stíl í Fiskiðjuhúsinu að Ægisgötu 2, laugardag og sunnudag sjötta til sjöunda júlí frá 13.00 til 17.00.
Sýningin er jafnframt hugsuð sem umræðuvettvangur
„Sýningin verður upp sett með þeim hætti að gestir geta gengið um götur og hverfi þar sem fjallað er um arkitekta, byggingarstíla og götumyndir í Vestmannaeyjum,“ segir Kristinn Pálsson, arkítekt og Eyjamaður. „Mikill fjöldi veggspjalda verður til sýnis af byggðum og óbyggðum verkum misþekktra hönnuða ásamt einföldu og fræðandi lesefni. Sýningin er jafnframt hugsuð sem umræðuvettvangur þar sem gestir geta rætt áhrif byggingarlistar á mannlegt umhverfi og hvaða áhrif Heimaeyjargosið hefur haft á ásýnd sveitarfélagsins. Auk þess að sýna hve ábyrgðarmikið hlutverk það er að hanna umhverfið í kringum okkur.“
Sýningin er hugarfóstur Kristins sem hefur stundað nám í arkitektúr bæði hérlendis og í útlöndum. Hann þekkja margir sem fyrrverandi skopteiknara Morgunblaðsins og fyrrum starfsmann Vestmannaeyjabæjar, þar sem hann var meðal annars í undirbúningi Goslokahátíðar síðastliðin ár.
Verkefnið er styrkt af Samtökum Sunnlenskra Sveitarfélaga og Vestmannaeyjabæ. Hljóta starfsmenn sveitarfélagsins og tengdir aðilar sem hafa aðstoðað þakkir. Sérstakar þakkir fær Pétur H. Ármannsson, arkitekt, hjá Minjastofnun Íslands.
Fleiri fréttir af Goslokahátíðinni og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar má lesa hér.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.
Bæjarstjóri kveikti hugmynd
13.Desember'19 | 11:45Herjólfur í 60 ár
12.Desember'19 | 15:09Þrettándinn í máli og myndum
12.Desember'19 | 13:00Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó
11.Desember'19 | 11:51Boltinn, brim, björgin og fjaran í ljósopi Inga Tómasar
6.Desember'19 | 17:41Kíkt í einstakt safn Figga á Hól
6.Desember'19 | 11:36Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast
5.Desember'19 | 09:27Eyjasundsbikarinn afhentur - myndband
4.Desember'19 | 06:43Guðrún Bergmann fjallaði um heilsuna - myndband
3.Desember'19 | 06:45Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun
29.Nóvember'19 | 19:37
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.