Goslokahátíð:

Viðar Breiðfjörð - Lífsviljinn og lífsgleðin

- sýningin opnuð klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldið

4.Júlí'19 | 13:18
vidar[230146]

Viðar Breiðfjörð

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2019, Viðar Breiðfjörð sýnir verk sín í Cratious-krónni á Skipasandi og verður sýningin opnuð klukkan 20.00 í kvöld. Verkin á sýningunni hefur Viðar unnið á síðustu tveimur árum auk verka sem hann hefur unnið í sumar.

„Mín myndlist eru þakkir fyrir að vera á lífi,“ sagði Viðar sem var staddur á Þórshöfn á Melrakkasléttu á leið sinni um landið þegar rætt var við hann. „Ég hef lent í slysum og oftar en einu sinni verið nálægt því að deyja. Hef sloppið og fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Lífsviljinn og lífsgleðin er það sem endurspeglast í myndum mínum.“

Myndefnið sækir hann víða en þó eru þrjú stef í sýningunni. „Það er sería af húsamyndum sem ég kalla Í húsum hæf, nokkrar apstraktmyndir og uglumyndir  sem eru innblásnar af samskiptum mínum við mannlífið.“

Ævistarf hans er fyrir löngu orðið samofið myndlistarlífi Vestmannaeyja

Viðar er fæddur 31. maí árið 1962 á Húsavík. Hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1983 og hefur búið hér og starfað æ síðan.

„Náttúra Vestmannaeyja hefur verið honum innblástur í listsköpun sinni og skildi þá engan undra. Verk hans eru bæði olíumálverk, vatnslitaverk auk teikninga og beitir Viðar „blandaðri tækni“. Hann er vandvirkur, tekur sér tíma til þess að klára verk sín og hefur mörg járn í eldinum ef svo má segja, en hann vinnur við mörg verk samtímis,“ sagði Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs þegar hann tilkynnti val ráðsins á Bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2019 í vor.  

„Ævistarf hans er fyrir löngu orðið samofið myndlistarlífi Vestmannaeyja og ástríða hans fyrir myndlist er virðingarverð. Viðar auðgar menningarlíf okkar Eyjamanna svo um munar og er því vel að þessari viðurkenningu kominn,“ sagði Njáll einnig.

 

Fleiri fréttir af Goslokahátíðinni og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar má lesa hér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).