Vestmannaeyjabær:

Mannabreytingar í ráðum, nefndum og stjórnum

1.Júlí'19 | 08:17
baejarstjorn_0619

Frá fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn var, var kosið í ráð, nefndir og stjórnir Vestmannaeyjabæjar. Talsverðar breytingar voru gerðar í fastanefndum bæjarins.

Sjálfstæðisflokkurinn skipti út Trausta Hjaltasyni úr bæjarráði og í hans stað kemur Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Aðalmenn í bæjarráði: 
Njáll Ragnarsson 
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir 
Hildur Sólveig Sigurðardóttir 

Varamenn í bæjarráði: 
Elís Jónsson 
Íris Róbertsdóttir 
Helga Kristín Kolbeins 

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. 

Breytingar á öðrum ráðum, nefndum og stjórnum skv. 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. 

Fjölskyldu- og tómstundaráð: 
Hafdís Ástþórsdóttir kemur inn sem aðalmaður í stað Haralds Bergvinssonar. 
Daníel Geir Moritz Hjörvarsson kemur inn sem varamaður í stað Hafdísar Ástþórsdóttur. 

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. 

Fræðsluráð: 
Njáll Ragnarsson kemur inn sem varamaður í stað Natliya Ginzhul. 
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. 

Umhverfis- og skipulagsráð: 
Drífa Þöll Arnardóttir kemur inn sem aðalmaður í stað Stefán Jónassonar. 
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. 

Framkvæmda- og hafnarráð: 
Stefán Jónasson kemur inn sem aðalmaður í stað Guðlaugs Friðþórssonar. 
Lára Skæringsdóttir kemur inn sem varamaður í stað Drífu Þallar Arnardóttur. 
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæöum. 

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands: 
Ólafur Einar Lárusson kemur inn sem aðalmaður í stað Leós Snæs Sveinssonar. 
Viktor Ragnarsson kemur inn sem varamaður í stað Drífu Þallar Arnardóttur. 
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is