Að sá gamli fái ný verkefni hér í Eyjum

1.Júlí'19 | 08:36
herjoplfur_3

Herjólfur III. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn var, kom fram tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að gamli Herjólfur verði áfram staðsettur í Vestmannaeyjum og gæti skipið nýst sem skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna hér, sem og verið varaferja fyrir nýjan Herjólf. 

Í tillögunni segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telji mikilvægt að Herjólfur verði áfram í þjónustu í samgöngum við Vestmannaeyjar eins lengi og unnt er en í samningum við Vegagerðina um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju var tryggt að hann yrði til taks fyrir samfélagið amk. til tveggja ára.

Verði Herjólfur III á einhverjum tímapunkti fengið nýtt hlutverk t.a.m. sem nýtt skólaskip slysavarnaskóla sjómanna líkt og minnst var á að stæði hugsanlega til í Morgunblaðinu þann 8. júní s.l. telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins það eðlilega ráðstöfun að starfsemi skólans yrði með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum.

Sú ráðstöfun væri bæði skynsamleg og í takt við stefnu stjórnvalda, bæði sökum hlutfallslegrar stærðar fagstéttarinnar í samfélaginu og nálægðar við útgerð og vinnslu. Slík ráðstöfun væri til þess fallin að fjölga störfum á landsbyggðinni og auka fjölbreytileika atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er öflugt fræðasamfélag sem gæti vel nýst við kennslu, nýsköpun og eflingu fræðslunnar en fjölbreyttar og góðar námsaðstæður eru einnig fyrir hendi í sveitarfélaginu og m.a. gæti ný, stór og glæsileg hvalasundlaug boðið upp á einstaka möguleika sem aðstaða til björgunaræfinga úr sjó.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja því þingmenn kjördæmisins og samgönguráðherra að hafa það að markmiði við framtíðarráðstöfun Herjólfs III að Vestmannaeyjahöfn verði áfram heimahöfn ferjunnar, segir enn fremur í tillögunni sem var samþykkt með sjö samhljóða atkæðum.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...