Lundinn að rétta úr kútnum

- varpið óvenju snemma á ferðinni í ár

27.Júní'19 | 06:42
IMG_7484

Bjartara útlit er yfir lundastofninum í ár, eftir þó nokkur ár í lægð. Ljósmynd/TMS

Lundinn virðist vera að rétta úr kútnum eftir þó nokkur ár í lægð. Undanfarin ár hefur pysjunum verið að fjölga, en þær hafa engu að síður verið mun seinna á ferð en þær voru til að mynda á síðustu öld hér í Eyjum, þegar að þær fóru að fljúga í bæinn í lok ágúst. Á því gæti orðið breyting í ár.

Á facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands segir að þriðjungur eggja hafi verið að klekjast í Elliðaey 23-24. júní sem er þá orpið 10. maí sem er þrem vikum fyrr en undanfarinn rúman áratug. Varpið er því óvenju snemma á ferðinni í ár.

Um helgina var greint frá því að ábúð í Eyjum sé 78,3% sem er hæsta mæling frá upphafi mælinga, en þær hófust árið 2007.

Reikna ekki með mikilli veiði í ár

Fyrr í vikunni var greint frá að umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja leggi til að heimila skuli lundaveiði í Vestmannaeyjum dagana 8. - 15. ágúst 2019. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins, segir m.a í bókun ráðsins. Undanfarin ár hafa einungis verið gefnir út 3-5 veiðidagar, en í fyrra var gefin heimild á 6 daga veiði og í ár verða dagarnir 8, verði tillaga umhverfis- og skipulagsráðs samþykkt af bæjarstórn.

Starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands segjast á facebook-síðu sinni ekki reikna með mikilli veiði í ár, en minna veiðimenn á að senda stofunni myndir af goggum veiðifugla til aldursgreininga.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.