Stefnan er að bærinn innheimti hóflega skatta

en veiti á sama tíma framúrskarandi þjónustu

24.Júní'19 | 06:59
kirkjuveg

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Fasteignamat fyrir árið 2020 var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja á fundi ráðsins í síðustu viku. 

Í fréttatilkynningu frá Þjóðskrá Íslands kemur fram að fasteignamat árið 2020 hækkar að meðaltali um 6% á landinu öllu og hækkar einna mest í Vestmannaeyjum. 

Í Eyjum er hækkunin um 16,6% af íbúðarhúsnæði og 14,7% í heildina. Fasteignamat er lagt til grundvallar fasteignaskatti sem er einn helsti tekjustofn sveitarfélaga.

Reikni út mismunandi sviðsmyndir til lækkunar á fasteignaskatti

Í bókun ráðsins segir að stefna bæjarráðs sé að bærinn innheimti hóflega skatta en veiti á sama tíma framúrskarandi þjónustu. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 þarf að taka mið af nýgerðu fasteignamati Þjóðskrár Íslands og gæta þess að hækkun þess verði ekki um of íþyngjandi fyrir íbúa og fyrirtæki bæjarins.

Í haust verður framkvæmd prufukeyrsla á álagningu fasteignagjalda. Á þeim grundvelli verður hægt að ákveða hver endanleg álagning fasteignagjalda verður á næsta ári. Bæjarráð óskar eftir að fjármálastjóri sveitarfélagsins reikni út mismunandi sviðsmyndir til lækkunar á fasteignaskatti vegna hækkunar á fasteignamati og leggi fyrir bæjarráð eins fljótt og unnt er.

     

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is