Goslokalagið komið í loftið

24.Júní'19 | 18:24

Við ætlum út í Eyjar, goslokalagið 2019 er komið út. Lagið er eftir þá Inga Gunnar Jóhannsson og Petri Kaivanto, en textinn er eftir Inga Gunnar. 

Lagið er flutt af Hálft í hvoru, en þeir Ingi Gunnar, Eyjólfur Kristjánsson og Örvar Aðalsteinsson sjá um söng og Gísli Helgason leikur á flautu. Gísli Stefánsson og Hilmar Sverrisson sáu um upptökur, en Gísli útsetti ásamt sveitinni og hljóðblandaði.

Goslokalagið er samstarfsverkefni Goslokanefndar og Bandalags vestmanneyskra söngva- og tónskálda en samkeppni um lagið hefur farið fram á þeirra vegum undanfarin ár.

Hér að neðan má heyra lagið.

 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is