Nýr Herjólfur í áætlun um mánaðarmótin

23.Júní'19 | 13:36
IMG_1727

Nýr Herjólfur með Vestmannaeyjar í bakgrunn. Ljósmynd/TMS

Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að reglubundnar siglingar nýju ferjunnar hefjist um mánaðarmótin. Upphaflega átti að byrja að sigla fyrir Orkumótið í næstu viku, en það næst ekki.

Þrjár áhafnir verða í skipinu og stendur þjálfun þeirra enn yfir, en Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir stefnt að því að reglubundnar siglingar hefjist um mánaðarmótin. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV.

„Nú er verið að fara yfir allan búnaðinn í skipinu og þjálfa mannskapinn í öll þau verkefni sem fylgja honum. En aðallega er verið að laga ekjubrýrnar í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn, þannig að búnaðurinn sem tækin keyra inn og út um falli saman við brýrnar,” segir Guðbjartur.

Þrjár áhafnir verða í Herjólfi og stendur þjálfun þeirra enn yfir. 14 til 15 manns verða í hverri áhöfn yfir sumartímann. Herjólfur tekur um 540 farþega, en sú gamla yfir veturinn 288 og hámark 528 yfir sumarið. Nýja ferjar tekur töluvert fleiri farartæki en sú gamla. 

„Það var draumurinn að ná henni inn fyrir Orkumótið, en við verðum ekki komnir með brýrnar, svo við missum sennilega af því móti. En stefnum að því að verða komnir inn fljótlega um mánaðarmótin.” segir Guðbjartur.

 

Ruv.is

Tags

Herjólfur

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-