Sex mánaða fangelsi fyrir tilraun til ráns
21.Júní'19 | 20:38Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í Landsrétti í dag í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til ráns og einnig fyrir að hafa hótað manni líkamsmeiðingum vegna meintrar skuldar.
Meintur samverkamaður hins dæmda var hins vegar sýknaður af ákæru. Samkvæmt dómi gerði maðurinn tilraun til ráns með því að hafa marsnótt fyrir þremur árum farið með mann að hraðbanka í Vestmannaeyjum og reynt að neyða hann til að taka fjármuni úr bankanum. Fórnarlambið átti að hafa skuldað manninum bjór. Mbl.is greindi fyrst frá.
Samkvæmt dómi beið sá er sýknaður var fyrir utan bankann en sá sem var dæmdur bað hann um aðstoð. Maðurinn sem reynt var að láta þvinga fé úr hraðbankanum sagði að maður sem hann bar ekki kennsl á hefði tekið veskið sitt og barið sig í höfuðið. Þá hafi maðurinn farið með sig í hraðbanka til að taka út peninga. Í upptöku úr eftirlitsmyndavélum sem hinn dæmdi með manninum inni í hraðbankanum.
Maðurinn sem var sýknaður kvaðst í yfirheyrslu lögreglu muna eftir látum í anddyri bankans en hann myndi ekki eftir átökum. Hann sagði að hinn dæmdi hefði ætlað sér að innheimta skuld.
Niðurstaða Landsréttar er sú að staðfesta dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir öðrum manninum og er hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hinn maðurinn er sýknaður af ákæru.
Tags
LandsrétturMá bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.