Nýr yfirmatreiðslumaður ráðinn á HSU í Eyjum

21.Júní'19 | 09:59
IMG_5179

Nýtt eldhús var tekið í notkun nýlega á HSU í Eyjum. Mynd/TMS

Alls bárust sex umsóknir um starf yfirmatreiðslumanns í eldhús Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum.

Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður var ráðinn í starfið. Bjarni útskrifaðist frá Hótel og veitingaskóla Íslands árið 1994 og lauk meistaraprófi árið 1999. Hann hefur rekið og starfað á veitingastöðum s.s. Café Opera og Lækjarbrekka. Hann starfaði lengst á Menu Veitingum árin 2007- 2017 sem yfirmatreiðlsumeistari. Bjarni hefur einnig lokið námi í margmiðlun og ljósmyndun.

Bjarni er boðinn velkominn til starfa á HSU, en Ævar Austfjörð kokkur lætur af störfum frá sama tíma. Honum eru þökkuð góð og óeigingjörn störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi, segir í tilkynningu á vef HSU - hsu.is.

Tags

HSU

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...