Þetta þjark þjónar ekki hagsmunum bæjarbúa

10.Júní'19 | 14:10
DJI_0046

Nýr Herjólfur er væntanlegur hingað til Eyja þann 15. júní nk. Ljósmynd/aðsend.

Mikið hefur gustað um nýkjörna stjórn Herjólfs ohf. Ekki er það útaf ákvörðunum stjórnar, sem þar gustar – heldur settu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórninni fram efasemdir um að rétt hafi verið staðið að stjórnarkjörinu. 

Þessu vísuðu oddvitar meirihlutaflokkana á bug í aðsendri grein hér á Eyjar.net um helgina. Ritstjóri Eyjar.net ræddi málið við nýkjörinn varaformann félagsins, Guðlaug Friðþórsson.

Engar athugasemdir gerðar á sjálfum aðalfundinum

Guðlaugur segist fyrst og fremst vera leiður yfir þessum gjörning minnihlutans. Hann segir að engin kæra sé komin fram, og þaðan af síður einhver úrskurður. „Á meðan tel ég að nýkjörin stjórn sé rétt kjörin og fari með stjórn í félaginu.“

Þá furðar Guðlaugur sig á því af hverju engar athugasemdir voru gerðar við framkvæmd fundarins og lögmæti á sjálfum aðalfundinum.

Ekki rétt að öll stjórnin hafi samþykkt að vafi sé um lögmæti kjörsins

Nú segir minnihlutinn að hin nýja stjórn hafi samþykkt að vafi sé um lögmæti kjörs þeirra. Ertu sammála þeirri túlkun?

Á þennan fyrsta fund nýrrar stjórnar, sem að ég vil taka fram að var óformlegur og voru allir boðaðir bæði aðal- og varamenn, þá kom fulltrúi minnihlutans með þetta fram og kom þetta flatt uppá okkur í meirihlutanum. Í kjölfarið var ákveðið að skoða málið frekar að fundi loknum.

„Það er rangt með farið í yfirlýsingu Páls og Arndísar að öll stjórnin hafi samþykkt að vafi sé um lögmæti kjörsins. Við vildum þó í ljósi þess sem Páll og Arndís settu fram á fundinum athuga málið áður en lengra yrði haldið”

Eigandans að bregðast við ef minnhlutinn treystir sér ekki ekki til að starfa áfram

Aðspurður um hver næstu skref séu hjá stjórn Herjólfs ohf. segir Guðlaugur að nýja skipið sé að koma til landsins, og þessi stjórn sé m.a kjörin til að skipuleggja móttökuathöfn á ferjunni, auk þess að vinna í að koma henni í áætlun sem fyrst.

„Ef minnhlutinn treystir sér ekki ekki til að starfa í stjórninni, þá er það eigandans að bregðast við því. Best þætti mér á þessum merku tímamótum í okkar samgöngusögu að allir störfuðu saman og legðu pólitíkina til hliðar. Þetta þjark þjónar ekki hagsmunum bæjarbúa. Það er alveg á hreinu.“

Tags

Herjólfur

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...