25 milljóna tap á rekstri Herjólfs ohf. í fyrra

9.Júní'19 | 21:00
herjolfur_bru

rekstur Herjólfs er nú í höndum félags í eigu Vestmannaeyjabæjar. Ljósmynd/TMS

Föstudaginn 31. maí sl. var aðalfundur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf haldinn. Félagið sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar heldur utan um rekstur Herjólfs og var það stofnað í fyrra, en tók formlega við rekstri ferjunnar í lok mars á þessu ári.

Fram kom í máli Lúðvíks Bergvinssonar, formanns stjórnar að ýmislegt hafi komið uppá þann tíma sem liðinn er síðan félagið var stofnað. Lagt hafi verið upp með að ný ferja yrði komin í áætlun þegar félagið tæki við reksrinum í lok mars og að búið væri að opna Landeyjahöfn á þeim tíma. Hvorugt af þessu gekk eftir, og er enn þann daginn í dag beðið eftir nýju ferjunni.

Vestmannaeyjabær lagði félaginu til stofnfé að upphæð 150 milljóna króna, en tap var á rekstrinum í fyrra uppá 25,5 milljónir króna. Það helgast fyrst og fremst af því að félagið hafði litla innkomu þar sem það tók ekki við rekstri ferjunnar fyrr en 30. mars á þessu ári.

Ýmislegt hefur gengið á í kjölfar aðalfundar

Talsverðar breytingar urðu á stjórn félagsins. Úr stjórn gengu þeir Lúðvík Bergvinssson, sem gegnt hefur formennsku og varaformaðurinn Grímur Gíslason fór einnig úr stjórninni, en hann var fyrstur til að gegna formennsku í félaginu. Þá verður Birna Þórsdóttir aftur varamaður, en hún hefur gegnt stöðu aðalmanns síðan að Dóra Björk Gunnarsdóttir sagði sig úr stjórn síðastliðið haust.

Í stað þeirra komu inn í stjórn þau Arnar Pétursson, Agnes Einarsdóttir og Guðlaugur Friðþórsson. Áfram sitja þau Páll Þór Guðmundsson og Arndís Bára Ingimarsdóttir. Í varastjórn er auk Birnu, Aníta Jóhannsdóttir. Stjórnin skipti svo með sér verkum á fundi fyrir helgi þar sem Arnar var kjörinn formaður og Guðlaugur varaformaður. Samkvæmt heimildum Eyjar.net á enn eftir að kjósa ritara stjórnar, en hvorki Arndís né Páll mættu á síðasta stjórnarfund. Þau sendu frá sér yfirlýsingu á föstudaginn var, þar sem dregið er í efa að rétt hafi verið staðið að stjórnarkjöri á aðalfundi félagsins. Í yfirlýsingunni sagði m.a:

Bæjarstjóri lét undir hælinn leggjast að sækja sér umboð bæjarstjórnar til aðgerða á fundinum og því bendir margt til þess að í raun hafi það sem gert var verið geðþótti hennar en ekki vilji lýðræðislegrar kjörinnar bæjarstjórnar. 

Í kjölfarið sendu bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja frá sér grein þar sem þau sögðu m.a að bæjarstjóri sé handhafi eina hlutabréfsins í félaginu og fari því með eigandavaldið á hluthafafundum og þurfi ekkert sérstakt umboð til þess fyrir hvern fund. 

Hér má sjá ársreikning Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. fyrir árið 2018.

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.