Fréttatilkynning frá Vestmannaeyjabæ:

Töluverðar breytingar á stjórn Herjólfs ohf.

- bæði formaður og varaformaður fara úr stjórninni

31.Maí'19 | 16:48
DRON_11

Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar er að taka við nýrri ferju sem væntanleg er hingað til lands um miðjan júní.

Í dag var haldinn aðalfundur Herjólfs ohf. Á fundinum var kosin ný stjórn.

Stjórnin er skipuð þeim Agnesi Einarsdóttur, Arndísi Báru Ingimarsdóttur, Arnari Péturssyni, Guðlaugi Friðþórssyni og Páli Guðmundssyni. Í varastjórn sitja Aníta Jóhannsdóttir og Birna Þórsdóttir.

Úr stjórninni fara þeir Grímur Þór Gíslason og Lúðvík Bergvinsson. Grímur og Lúðvík hafa tekið þátt í verkefninu frá upphafi, tóku þátt í samningum bæjarins við ríkið um yfirtöku á rekstrinum og hafa leitt starf fráfarandi stjórnar og komið verkefninu vel á veg.

Vestmannaeyjabær þakkar þeim félögum Grími og Lúðvík fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og verkefnisins og óskar nýskipaðri stjórn Herjólfs ohf. velfarnaðar í sínum störfum, segir í tilkynningu frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar. 

 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.