Bjartmar semur þjóðhátíðarlagið í ár

31.Maí'19 | 11:08
bjartmar_ads

Bjartmar Guðlaugsson. Ljósmynd/aðsend

Hinn ástsæli tónlistarmaður Bjartmar Guðlaugsson mun semja og syngja þjóðhátíðarlagið í ár. Þetta var til­kynnt í dag en lagið ber nafnið Eyj­arós og tileink­ar Bjart­mar lagið öll­um þeim sem hafa fundið ást­ina á Þjóðhátíð í Eyj­um. 

Þrjá­tíu ár eru síðan Bjart­mar samdi síðast Þjóðhátíðarlag en það var text­inn við lagið „Í brekk­unni” sem hann samdi með Jóni Ólafs­syni. Eyj­arós verður frum­flutt í byrj­un júní á öll­um helstu út­varps­stöðvum og því nóg­ur tími fyr­ir Þjóðhátíðargesti til að læra text­ann til að geta sungið sem hæst með í Herjólfs­dal.  

„Ég var valinn í þetta hlutverk og ég er alveg ofsalega ánægður með það. Þannig að ég bara settist niður og fór að semja. Ég er alveg ótrúlega þakklátur og hamingjusamur með að hafa verið valinn í þetta,“ segir Bjartmar. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins.

Bjartmar segir að það verði lítið um rapp í laginu.

„Mér finnst rappið æðislegt þegar það kemur að ljóðaforminu, en nei, ég læt mér bara nægja að hlusta og horfa á aðra þegar kemur að því,“ svarar Bjartmar hlæjandi.

Bjartmar segist hafa gaman af því að unga kynslóðin sé að sýna tónlist hans meiri og meiri áhuga,

„Mér finnst það skemmtilegt og alveg ótrúlega gaman að upplifa hvernig unga fólkið er meira að hlusta á lögin mín. Ég er búinn að vera að spila stanslaust síðan 2010. Ég tók mér þar áður nokkurra ára hlé þar sem ég var mest að sinna myndlistinni.“

Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum verður haldin dagana 1.-3. ágúst. Nánara viðtal við Bjartmar má lesa hér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.