Nágrönnum stafi hætta af húsi í óviðunandi ástandi
23.Maí'19 | 07:11Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja fyrr í vikunni var umræða tekin um málefni Smáragötu 34 sem hefur um árabil verið í óviðunandi ástandi.
Lagðar voru fram ljósmyndir af ástandi hússins ásamt bréfum til umráðanda með áskorun um úrbætur. Í bókun ráðsins segir að ástand húsnæðis sé óviðunandi og stafar nágrönnum og íbúum hætta af. Ástandið hefur varað of lengi við og er krafist tafarlausrar úrbóta.
Byggingarfulltrúa er falið að senda umráðanda bréf þar sem gefinn er frestur til að skila inn tímasettri framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...