Afsláttarkjör í skoðun hjá Herjólfi
fyrir þá sem ekki eiga lögheimili í Vestmannaeyjum, en eru stórnotendur ferjunnar engu að síður
21.Maí'19 | 14:15Á fundi bæjarráðs í dag var umræða um samgöngumál. Bæjarstjóri fór yfir fund með Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., sem fram fór í síðustu viku. Samkvæmt Guðbjarti gengur rekstur félagsins almennt vel.
Aðalfundur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í lok mánaðarins
Það er hins vegar að mörgu að huga og ýmislegt enn í vinnslu, svo sem bókunarkerfi og heimasíða. Verðskrá Herjólfs var rædd og upplýsti Guðbjartur um að það væri í skoðun hjá félaginu að vera með afsláttarkjör fyrir þá sem ekki eiga lögheimili í Vestmannaeyjum, en eru stórnotendur ferjunnar engu að síður. Boðað hefur verið til aðalfundar Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. þann 31. maí kl. 16:00.
Þá komu þeir Sveinn Rúnar Valgeirsson, skiptstjóri á Lóðsinum og Ívar Torfason skipstjóri á Herjólfi komu á fund bæjarráðs til þess að ræða um Landeyjahöfn og bæjarstjóri fór yfir fundi og samtöl við vegamálastjóra í tengslum við Landeyjahöfn og nýja Vestmannaeyjaferju, segir í fundargerð ráðsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...