Tryggvi Már Sæmundsson skrifar frá Gdynia:

Leita eftir sáttum við Vegagerðina

9.Maí'19 | 09:40
crist_st

Æðstu stjórnendur Crist S.A. Ireneusz Cwirko, eigandi. Krzysztof Kulczycki, eigandi og stjórnarformaður og Bartlomiej Kopczewski, framkvæmdastjóri. Mynd/TMS

Eins og alþjóð veit hafa risið deilur á milli Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. um uppgjör á nýrri Vestmannaeyjaferju sem liggur nú tilbúin við bryggju í Póllandi.

Ritstjóri Eyjar.net gerði sér ferð til Gdynia til að skoða skipið og ræða við eigendur, yfirmenn og lögfræðing skipasmíðastöðvarinnar.

Ítrekar vilja sinn til að reyna að leysa málið

Lögfræðingur stöðvarinnar er Marek Czernis. Hann segir að lögfræðiteymi stöðvarinnar sé í daglegum samskiptum við dönsku lögfræðistofuna sem fer með málið fyrir Vegagerðina. Sjálfir eru pólverjarnir komnir með íslensku lögfræðistofuna Logos í vinnu fyrir sig, sem sýnir ágætlega alvarleika málsins.

Þegar þarna er komið við sögu blandar stjórnarformaður stöðvarinnar, Krzysztof Kulczycki sér í umræðuna og segist vilja ítreka að hans vilji sé enn að hægt verði að setjast aftur að sama borði með stjórnendum Vegagerðarinnar til að reyna að leysa málið.

Með tillögu að lausn

Marek segir að ef Vegagerðin borgi uppsett verð verði ferjan afhent tafarlaust. Í framhaldinu hefur Vegagerðin rétt til þess að visa málinu til gerðardóms líkt og kveðið er á um í samningnum.

,,Þetta er leið sem stöðin hefur þegar boðið Vegagerðinni, og stendur það boð enn.” segir Krzysztof Kulczycki.

Stjórnarformaðurinn segir að fallist Vegagerðin á þessa leið sé viðbúið að við taki tölvert ferli sem geti tekið langan tíma. ,,Við viljum að farið sé skv. samningnum og að ofangreind leið sé samkvæmt honum.”

Skipið sett í söluferli komi til endurgreiðslu

Stjórnarformaður stöðvarinnar og lögfræðingurinn fullyrða báðir að ef að til komi að bankinn endurgreiði Vegagerðinni trygginguna sem að lögð var fram af hálfu Vegagerðarinnar, muni Crist og bankinn hafa fulla heimild til að hefja söluferli á skipinu.

Í síðustu viku samþykkti skipasmíðastöðin að opna ábyrgð til næstu 30 daga vegna uppgjörs á nýjum Herjólfi og gerði kröfu á að Vegagerðin myndi endurkalla kröfu sína í bankaábyrgð.

Í vikunni sendi Vegagerðin frá sér tilkynningu þar sem sagði m.a:

„Til þess að tryggja hagsmuni sína hefur Vegagerðin að sinni ákveðið að afturkalla ekki innköllun bankaábyrgðarinnar og hefur upplýst bankann um stöðu málsins.“

Eyjar.net mun áfram fjalla um málið, á komandi dögum.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.