Annar Íslandsmeistaratitill til ÍBV í dag

5.Maí'19 | 20:31
ibv_4fl_hsi_19

Íslandsmeistarar ÍBV. Ljósmynd/HSÍ

Við greindum frá því fyrr í dag að yngra árið í fjórða flokki kvenna hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn í dag. Eldra árið í flokknum gerði sér lítið fyrir og sótti einnig Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV sigraði Gróttu í úrslitaleik í dag. 

Grótta var yfir allan fyrri hálfleikinn en ÍBV náði áhlaupi í lokin og hálfleikstölur 15-13 Gróttu í vil. ÍBV stelpurnar komu mun betur stemmdar inn í síðari hálfleik og tóku öll völdin á vellinum og enduðu að sigra með 7 marka mun 28-21.

Hólmfríður Arna Steinsdóttir var valin maður leiksins eftir að hafa skorað 9 mörk. Við óskum ÍBV til hamingju með titilinn.

Hér má sjá myndir úr leiknum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.