Vestmannaeyjabær:
Viðræður standa yfir við Vegagerðina um framhald dýpkunar
1.Maí'19 | 09:25Bæjarráð Vestmannaeyja fór yfir stöðuna í dýpkunarmálum Landeyjahafnar og það sem gerst hefur síðastliðna viku í þeim efnum á fundi ráðsins í gær. Fram kemur í fundargerðinni að viðræður standi yfir við Vegagerðina um framhald dýpkunar í höfninni.
Vonir standa til að höfnin opni loksins í þessari viku og að hægt verði að sigla fulla áætlun sem eru sjö ferðir á dag, segir jafnframt í bókun ráðsins.
Þá hvetur bæjarráð Vegagerðina til þess að klára viðræður við pólsku skipasmíðastöðina sem allra fyrst þannig að hægt sé að sigla nýjum Herjólfi til heimahafnar í Vestmannaeyjum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.