Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar

vegna nýs Herjólfs

29.Apríl'19 | 12:31
sij_herjolfur

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra fundaði með fulltrúa pólsku skipsmíðastöðvarinnar. Mynd/samsett

Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 

Frá þessu er greint á fréttavefnum Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur skipasmíðastöðin boðið íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna framkvæmdanna verði framlengd.

Fram kemur í umfjölluninni að ritari pólska sendiherrans á Íslandi staðfesti að fundað hafi verið í samgönguráðuneytinu eftir hádegið á föstudag með fulltrúum pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist. Fundinn sátu meðal annars Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, sendiherra Póllands á Íslandi og túlkur.

Skipasmíðastöðin hefur farið fram á rúmlega milljarð króna í viðbótargreiðslu vegna smíði skipsins og yrði heildarkostnaðurinn þá ríflega fimm milljarðar. Sigurður Ingi hefur sagt í fjölmiðlum að ríkið ætli ekki að greiða upphæðina og skipasmíðastöðin hefur verið krafin um dagsektir vegna seinkunar á smíði skipsins.

Bankaábyrgð framlengd

Samkvæmt heimildum Vísis hefur skipasmíðastöðin boðið íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna framkvæmdanna verði framlengd, og er það í annað sinn sem það er gert frá því að smíði skipsins lauk.

Bankaábyrgð er trygging íslenska ríkisins fyrir því að geta krafið skipasmíðastöðina um endurgreiðslu þess fjármagns sem hefur verið lagt í smíði skipsins til þessa ef ríkið vill hætta við verkið. Ef til þess kæmi gæti skipasmíðastöðin selt skipið.

Framlenging bankaábyrgðar er til marks um að reyna eigi að semja um að afhenda Vegagerðinni nýjan Herjólf. Fari málið í hart gætu liðið tvö til þrjú ár þar til ferjan kemur til landsins, segir enn fremur í umfjöllun á Vísi.is

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is