Vill skoða leiðir til að dýpka Landeyjahöfn

19.Apríl'19 | 13:45
sigurdur_ingi_landeyjah_fi

Náttúruöflin hafa verið okkur óhagstæð núna í vetur og þar af leiðandi ekki gefist margir dagar til þess að dýpka höfnina, segir samgönguráðherra. Mynd/samsett

Samgönguráðherra vill skoða hvort hægt sé að finna betri leiðir til þess að dýpka Landeyjahöfn. Enn liggur ekki fyrir hvenær hægt verði að opna höfnina, sem hefur verið lokuð frá því í nóvember.

Í viðtali við Ríkisútvarpið segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra vonast til að aðstæður við höfnina batni. „Vegagerðin hefur þetta náttúrulega með höndum. Það hefur því miður verið þannig að verðrið, náttúruöflin hafa verið okkur óhagstæð núna í vetur og þar af leiðandi ekki gefist margir dagar til þess að dýpka höfnina.“ 

Hefur mikinn skilning á þeim sjónarmiðum sem Vestmanneyingar höfðu varðandi Björgun

Eftir að Vegagerðin samdi við fyrirtækið Björgun ehf um dýpkun hafnarinnar í nóvember sagðist bæjarstjórn Vestmannaeyja strax óttast að það myndi ekki ganga, tækjakostur fyrirtækisins sé ekki nógu öflugur.

„Eins og ég segi þá hafa veðuráhrif verið með þeim hætti að afar fáir hefðu komist inn þegar ölduhæðin er svona há. Ekki einu sinni þeir sem þarna voru áður og voru mjög afkastamikilir. Og ég hef bara mikinn skilning á þeim sjónarmiðum sem Vestmanneyingar höfðu varðandi Björgun og ég veit að þeir aðilar hafa haft uppi hugmyndir um að vera með öflugri búnað, öflugri skip,“ er haft eftir Sigurði Inga í viðtalinu.

Hann telur að það sé erfitt að finna aðrar leiðir til þess að leysa þessa stöðu sem Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur ítrekað sagt að sé óboðleg. „Það er auðvitað erfitt að gera það, kljást við náttúruöflin en við þurfum líka kannski að skoða það til lengri tíma hvort að þær aðferðir sem að notaðar hafa verið séu þær bestu,“ segir samgönguráðherra. 

 

Ruv.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).