Ekki verður lengur búið við þá óvissu sem tengist Herjólfi og Landeyjahöfn

- óvissa og hringlandaháttur sem Vestmannaeyingar hafa þurft að búa við er óviðunandi

17.Apríl'19 | 10:25
herjolf_nyr_0219

Nýr Herjólfur við bryggju í Gdynia. Ljósmynd/aðsend

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er farið yfir vandræðin í tengslum við Landeyjahöfn og þau vandamál er snúa að deilum ríkisins við pólsku skipasmíðastöðina Crist S.A. um lokauppgjör og aukaverk sem unnin hafa verið á smíðatímanum.

Grípum niður í leiðarann, en þarna er vísað til bókunar bæjarráðs um málið:

„Heilt samfélag líður fyrir það hvernig ákvörðunum við dýpkun Landeyjahafnar hefur verið háttað. Ljóst er að bæta þarf við þann tækjakost sem sinnt hefur dýpkun í mars til þess að efla afkastagetuna. Aðeins eitt dýpkunarskip hefur verið við vinnu að undanförnu.”

Þá segir í leiðaranum:

„Þær áhyggjur sem þarna er lýst eru aðeins einn angi þessa máls. Annar snýr að smíði nýs Herjólfs, sem tók langan tíma en er nú lokið. En þá hafa tekið við deilur við skipasmíðastöðina og skipið fæst ekki afhent. Eftir allt sem á undan er gengið er þetta vægast sagt óheppilegt og nokkuð sem verður að leysa, sem ætti að vera hægt eins og gert hefur verið í sambærilegum málum.”

Samgöngur eiga ekki að versna með árunum, þær eiga að batna

Í niðurlagi leiðarans segir:

„Meginatriðið er þó að sú óvissa og hringlandaháttur sem Vestmannaeyingar hafa þurft að búa við er óviðunandi. Samgöngur eiga ekki að versna með árunum, þær eiga að batna. Eðlilegt er að sú krafa sé gerð að Landeyjahöfn verði lagfærð þannig að hún verði opin og örugg og að hægt sé að treysta á að þegar hún á að vera opin þá sé hún það.

Í umfjöllun Morgunblaðsins að undanförnu hefur komið fram að vandræðin í tengslum við Landeyjahöfn valda ekki aðeins almennum óþægindum fyrir Vestmannaeyinga, heldur skaða beinlínis þau fyrirtæki í Eyjum sem treysta á greiðar samgöngur, ekki síst þau sem tengjast ferðaþjónustu. Þar með verður almenningur í Eyjum fyrir tjóni vegna veikara atvinnulífs. Það er þess vegna fyllilega skiljanlegt að bæjarráð Vestmannaeyja skuli álykta að þolinmæðin sé þrotin.

Ekki verður lengur búið við þá óvissu sem tengist Herjólfi og Landeyjahöfn.”

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).