Fimm verkefni frá Eyjum hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands
12.Apríl'19 | 05:14Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2019. Umsóknir voru 107 talsins, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 49 umsókn og 58 umsóknir í flokki menningarverkefna.
Að þessu sinni var ríflega 50 mkr. úthlutað til 74 verkefna úr báðum flokkum. Samþykkt var að veita 29 verkefnum styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna samtals að upphæð 25 mkr. og 45 verkefnum í flokki menningarverkefna sem hlutu samanlagt ríflega 25 mkr.
Alls voru fimm verkefni héðan frá Eyjum sem hlutu styrki að þessu sinni upp á samtals 1850 þúsund.
Styrkirnir sem komu til Vestmannaeyja eru:
Heiti verkefnis |
Umsækjandi |
Styrkveiting |
Tegund |
Þrettándinn - heimildarmynd |
SIGVA media ehf. |
500.000 |
Menningarstyrkur |
Umbrotatímar með Svabba Steingríms |
Sindri Ólafsson |
250.000 |
Menningarstyrkur |
Hálft í hvoru - Tónleikar |
Kristín Jóhannsdóttir |
300.000 |
Menningarstyrkur |
Heilsueflandi markaðssókn |
Jaqueline Cardoso da Silva |
400.000 |
Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkur |
Blúndur & Blásýra |
Leikfélag Vestmannaeyja |
400.000 |
Menningarstyrkur |
Tags
SASS
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.