Landeyjahöfn setur mjaldraferð í uppnám

11.Apríl'19 | 12:24
mjaldrar_you_tube

Hvalirnir eiga að að koma til Eyja á þriðjudag. Skjáskot/youtube

Landeyjahöfn verður lokuð á þriðjudag og gæti koma tveggja mjaldra til Vestmannaeyja því frestast. Spáð er vondu veðri í byrjun næstu viku. Forsvarsmenn Merlin Entertainment, sem sjá um mjaldraverkefnið, gerðu ráð fyrir siglingu um Landeyjahöfn þar til í morgun. 

Óttast er um öryggi hvalanna ef slæmt verður í sjóinn í þriggja tíma siglingu frá Þorlákshöfn, segir í frétt Ríkisútvarpsins á fréttavefnum ruv.is.

Allt klárt í Eyjum

Undirbúningur komu tveggja mjaldrasystra frá Kína hefur staðið yfir síðan 2016. Hvalirnir eiga að að koma til Eyja á þriðjudag. Forsvarsmenn Merlin Entertainment og góðgerðarsamtakanna Sealife Trust hafa skipulagt komu hvalanna til hins ítrasta, með alls konar fjölmiðlaferðum og uppákomum. Mjaldrarnir hefja dvöl sína á Íslandi í risastórri hvalalaug í Vestmannaeyjum, sem er tilbúin, og þaðan verða þeir fluttir í Klettsvík eftir nokkurra vikna aðlögunartíma.

Landeyjahöfn ekki opnuð á næstunni og spáin vond

Gert er ráð fyrir að flugvél með mjöldrunum innanborðs lendi í Keflavík klukkan hálf ellefu á þriðjudag og þaðan verða þeir fluttir með bíl í Herjólf sem siglir með þá til Eyja. En nú er komið babb í bátinn. Dýpið í Landeyjahöfn var mælt í gær og fullyrðir Vegagerðin að höfnin verði ekki komin í gagnið á þriðjudag, líklega ekki fyrir páska, þar sem veðurspá er mjög óhagstæð. Þar að auki er spáin fyrir þrjðjudag alls ekki góð. 

Nánar má lesa um málið hér.

 

Ruv.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.