Herjólfsdeilan:

Fulltrúar Vegagerðarinnar á leið til fundar við Pólverjana

Bæjarstjórn fer framá við Vegagerðina að unnið verði minnisblað þar sem því verði lýst hvernig stofnunin hyggist koma í veg fyrir að þær aðstæður sem nú eru uppi muni endurtaka sig næsta haust

11.Apríl'19 | 20:12
AFT LOUNGE 008

Nýr Herjólfur er nú tilbúinn í Póllandi. Ljósmynd/aðsend

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarstjórnar í kvöld að fulltrúar frá Vegagerðinni séu á leið til Póllands í næstu viku til viðræðna við forsvarsmenn skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A um lokauppgjör vegna smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Þá upplýsti bæjarstjóri um að Vegagerðin ætli að koma inn með fjármagn til Herjólfs ohf. vegna þriggja aukaferða í kringum páskahátíðina, verði siglt til Þorlákshafnar, eins og allt bendir til í dag.

Leita þarf allra leiða til að ráða bót á þessu ófremdarástandi þegar í stað

Töluverðar umræður voru á fundinum um þá stöðu sem uppi er í samgöngumálum og var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða: Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir þungum áhyggjum af stöðu samgöngumála milli lands og Eyja.

Afhending nýs Herjólfs hefur dregist óhóflega og enn er ekki útséð um hvenær skipið kemur til Eyja. Bæjarstjórn hvetur Vegagerðina til þess að ljúka samningum við pólsku skipasmíðastöðina sem allra fyrst og sigla nýju glæsilegu skipi til heimahafnar í Vestmannaeyjum.

Enn alvarlegri er staða dýpkunar í Landeyjahöfn. Opnun hafnarinnar er nú þegar orðin meira en mánuði seinni en í fyrra og enn er ekkert hægt að segja til um hvenær úr rætist. Því miður hafa öll þau varnaðarorð sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum höfðu uppi áður en samið var við nýjan dýpkunaraðila gengið eftir. Fyrir löngu var ljóst að verktakinn sem sinnir verkinu hefur ekki yfir að ráða þeim tækjakosti sem dugar til að opna höfnina innan viðunandi tímamarka þegar veður leyfir dýpkun. Á sama tíma og fyrirtæki í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa á sama tíma og verulega þrengir að undirstöðuatvinnugrein samfélagsins.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fer því framá við Vegagerðina að unnið verði minnisblað þar sem því verði lýst hvernig stofnunin hyggist koma í veg fyrir að þær aðstæður sem nú eru uppi muni endurtaka sig næsta haust. Ekki verður við það unað að höfnin lokist í eins langan tíma eins og raunin er nú. Samgönguyfirvöld í landinu verða að gera sér grein fyrir því hversu grafalvarlegt ástandið er og leita þarf allra leiða til að ráða bót á þessu ófremdarástandi þegar í stað, segir í bókun bæjarstjórnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.