Undirbúa veiðar á humri í gildrur
9.Apríl'19 | 07:01Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hyggst í sumar undirbúa og jafnvel hefja tilraunaveiðar á humri í gildrur. Humarinn yrði síðan fluttur lifandi úr landi og boðinn viðskiptavinum á veitingahúsum, væntanlega að mestu á meginlandi Evrópu til að byrja með.
Humarkvóti er í sögulegu lágmarki og kom fram í ræðu sem Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV, flutti á aðalfundi félagsins í lok síðasta mánaðar að þetta væri m.a. gert til að bregðast við samdrættinum.
Fyrir tæpum tíu árum gerði Vinnslustöðin tilraunir með gildruveiðar. Þær gengu þokkalega „en við hvorki þekktum mikið til tilheyrandi markaðsmála né höfðum nægilega góð tengsl við markaðinn,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni.
Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, að þessar veiðar yrðu fyrst og fremst í tilraunaskyni. Fyrirtækið eigi humargildrur, en það sé ekki nóg að koma þeim fyrir á líklegum stöðum.
Tags
Vinnslustöðin
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...