Undirbúa veiðar á humri í gildrur

9.Apríl'19 | 07:01
vsv_2016

Vinnslustöðin. Ljósmynd/TMS

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hyggst í sum­ar und­ir­búa og jafn­vel hefja til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur. Humar­inn yrði síðan flutt­ur lif­andi úr landi og boðinn viðskipta­vin­um á veit­inga­hús­um, vænt­an­lega að mestu á meg­in­landi Evr­ópu til að byrja með.

Humarkvóti er í sögu­legu lág­marki og kom fram í ræðu sem Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður VSV, flutti á aðal­fundi fé­lags­ins í lok síðasta mánaðar að þetta væri m.a. gert til að bregðast við sam­drætt­in­um.

Fyr­ir tæp­um tíu árum gerði Vinnslu­stöðin til­raun­ir með gildruveiðar. Þær gengu þokka­lega „en við hvorki þekkt­um mikið til til­heyr­andi markaðsmá­la né höfðum nægi­lega góð tengsl við markaðinn,“ sagði Guðmund­ur í ræðu sinni.

Í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri, að þess­ar veiðar yrðu fyrst og fremst í til­rauna­skyni. Fyr­ir­tækið eigi humar­gildr­ur, en það sé ekki nóg að koma þeim fyr­ir á lík­leg­um stöðum.

 

Mbl.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...