Uppfærð frétt

Dýpið komið yfir 4 metra í hafnarmynninu

7.Apríl'19 | 10:55
lodsinn_landey

Lóðsinn mældi dýpið í og við Landeyjahöfn í gær. Ljósmynd/ÓT

Lóðsinn mældi dýpið í og við Landeyjahöfn í gær, en síðustu daga hefur dýpkunarskipið Dísa náð að dæla sandi úr höfninni. Því til viðbótar sendi Björgun dýpkunarprammana Pétur mikla og Reyni af stað á föstudaginn til aðstoðar á svæðinu.

Ef nýjasta mælingin er skoðuð má sjá að dýpið á milli garða er nú komið í 4,2 metra þar sem grynnst er, en var í mælingunni þar áður um 3,2 metrar. Núverandi Herjólfur ristir rétt um 4,2 metra.

Ljóst er að dýpkunarskipin þurfa enn 2-3 góða daga til dýpkunar svo hægt verði að opna höfnina. Hér að neðan má sjá mælinguna síðan í gær. (smelltu á mynd til að opna hana stærri). Ölduhæð við Landeyjahöfn er nú um 2 metrar og skv. ölduspánni á ölduhæðin að vera um 2 metrar næstu daga.

Í tilkynningu frá Herjólfi sem send var út í morgun segir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar til 10. apríl að minnsta kosti.

Uppfært kl: 12.30. Tilkynning frá Vegagerðinni.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að unnið sé að dýpkun Landeyjahafnar allan sólarhringinn þessa dagana. Unnið er á vöktum meðan færi gefst. Ágætur gangur hefur verið í dýpkuninni hingað til en stíf austanátt og ókyrrð hafa tafið vinnuna í hafnarmynninu.

Því miður hefur svo spáin versnað frá því í síðustu viku og útlit fyrir að lengri tíma taki að opna höfnina en vonast var til. Eigi að síður verður unnið að dýpkun svo sem kostur er meðan fært er. Ómögulegt er að segja til um það nákvæmlega hvenær höfnin opnast fyrir Herjólf.

Það sem ræður mestu um möguleikana á dýpkun er ölduhæðin og síðan einnig öldulengdin. Þannig getur stundum verið þær aðstæður að veðrið er gott en aldan áfram mikil sem kemur þá í veg fyrir að skipin geti athafnað sig, segir í tilkynningunni.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).