Bæjarráð bókar um dýpkun Landeyjahafnar:

Þolinmæðin er þrotin

3.Apríl'19 | 05:54

Dísa hefur verið við dýpkun í dag í og við Landeyjahöfn.

„Staðan í Landeyjarhöfn og afköstin við dýpkun hafnarinnar eru Vestmannaeyjabæ mikil vonbrigði. Allar þær áhyggjur sem bæjarstjórn, bæjarráð og Eyjamenn komu fram við Vegagerðina, þegar samingur um dýpkun var gerður, hafa gengið eftir.” Svona hefst bókun bæjarráðs Vestmannaeyja.

Þá segir í bókun ráðsins um stöðuna að nú sé komin apríl og höfnin enn lokuð. Bæjarstjóri óskaði nýlega eftir áætlun um það hvernig og hvenær Vegagerðin ætlar sér að ljúka dýpkun og opna höfnina. Þau svör fengust frá Vegagerðinni að til stæði að halda áfram eins og verið hefur. 

Fara fram á það við Vegagerðina að hún taki þessu árangursleysi föstum tökum og leggi fram raunhæfa áætlun

Það er einhuga afstaða bæjarráðs að ekki sé hægt að búa við þá stöðu sem uppi er vegna ástandsins í Landeyjarhöfn. Heilt samfélag líður fyrir það hvernig ákvörðunum við dýpkun Landeyjahafnar hefur verið háttað. Ljóst er að bæta þarf við þann tækjakost sem sinnt hefur dýpkun í mars til þess að efla afkastagetuna. Aðeins eitt dýpkunarskip hefur verið við vinnu að undanförnu. 

Bæjarráð fer fram á það við Vegagerðina að hún taki þessu árangursleysi föstum tökum og leggi fram raunhæfa áætlun um hversu fljótt hægt er að opna höfnina. Þolinmæðin er þrotin, segir í bókun bæjarráðs.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).