Minna dýpi í Landeyjahöfn
31.Mars'19 | 23:01Dýpið var mælt í Landeyjahöfn í gær, laugardag eftir brælu sem varað hefur í á aðra viku. Dýpið hefur minnkað talsvert í höfninni og er það komið niður undir 3 metra á milli garða, en var þar um 6 metrar í þarsíðustu mælingu þann 18. mars.
Í tilkynningu frá Herjólfi segir að ölduspá fyrir næstu daga fari hækkandi og því litlar líkur á að hægt verði að dýpka í höfninni, Því siglir Herjólfur áfram til Þorlákshafnar a.m.k. til 3. apríl
Brottför frá Vestmannaeyjum klukkan 7:00 og 15:30 og frá Þorlákshöfn klukkan 10:45 og 19:15. Hér að neðan má sjá nýjustu mælinguna (smelltu á mynd til að sjá hana stærri).
Tags
Landeyjahöfn
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.