Helga J. Harðardóttir skrifar:

Leitum eftir styrktaraðilum

29.Mars'19 | 16:18
ran_ads_19

Frá æfingu Fimleikafélagsins. Mynd/aðsend

Um helgina kom Bjarni Gíslason fimleikaþjálfari frá Afreksþjálfun til fimleikafélagsins og var með æfingar fyrir stóran part að iðkendum félagsins. 

Fimleikafélagið Rán hefur verið í samstarfi við fyrirtæki Bjarna , Afreksþjálfun um nokkurt skeið og er markmiðið að byggja upp félagið. Það má með sanni segja að mikil uppbygging hefur átt sér stað. Bjarni kemur reglulega til okkar eða aðrir reyndir þjálfarar á hans snærum.

Hann leiðbeinir iðkendum okkar, kemur með fjölbreyttar æfingar og það sem allra mikilvægast er að hann leiðbeinir þjálfurunum okkar. Við höfum fengið til liðs við okkur úrval af frábæru fólki sem vill þjálfa hjá félaginu ásamt því að vera komin með yfirþjálfara sem sér um skipulag þjálfaramála hjá félaginu.

Með þessari miklu vinnu hefur okkur tekist að gera æfingar meira krefjandi og skemmtilegri. Fyrir vikið hefur fjöldi iðkenda hjá félaginu aukist töluvert. Eitt er víst að með uppbyggingunni fylgir mikill kostnaður ásamt því að vegna aukins fjölda iðkenda er félaginu farið að vanta ýmis áhöld og tæki.

Okkur langar því að leita til góðverkafélaga eða fyrirtækja til þess að styrkja okkur og í leiðinni taka þátt í uppbyggingu í fimleikum í Vestmannaeyjum. Það má geta þess að félagið varð 30 ára á þessu fimleikaári og erum við gríðarlega stolt af hvernig tekist hefur til í þessari vinnu okkar.

Hvort sem styrktaraðilar hafa áhuga á að gefa félaginu áhöld eða veita styrki í formi peninga þá er hægt að hafa samband við undirritaða eða gjaldkera félagsins sem er Þórsteina Sigurbjörnsdóttir.

Með ósk um jákvæð viðbrögð og við minnum á í leiðinni að margt smátt gerir eitt stórt.

 

Fyrir hönd Ránar

Helga J. Harðardóttir, formaður

 

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.