Herjólfur ohf. tekur við rekstri ferjunnar á laugardaginn

28.Mars'19 | 07:07
herjolf_bjarnarey_cr

Breytingar verða á brottfarartímum ferjunnar þegar nýr rekstraraðili tekur við. Ljósmynd/TMS

Á laugardaginn næstkomandi tekur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. við reksri Herjólfs af Sæferðum/Eimskip. 

Eyjar.net hefur undanfarna daga ítrekað reynt að fá upplýsingar frá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. um fyrirkomulag og grunnupplýsingar fyrir farþega ferjunnar, án árangurs.

Í gær kom tilkynning inn á vef Sæferða að beiðni nýs rekstraraðila Herjólfs þar sem eftirfarandi tilkynningu er komið á framfæri:

Varðandi siglingar laugardaginn 30. mars.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar að minnsta kosti fyrri ferð.

Brottför frá Vestmannaeyjum 07:00
Brottför frá Þorlákshöfn 10:45

Farþegar sem áttu bókað til Landeyjahafnar 07:00 verða færðir í ferð til Þorlákshafnar 07:00. Farþegar sem áttu bókað frá Landeyjahöfn 10:45 verða færðir í ferð frá Þorlákshöfn 10:45.

Ferðir klukkan 08:15, 09:30, 12:00, 13:15 falla því niður, farþegar sem eiga bókað í þessar ferðir vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu sem fyrst og láta færa sig í aðrar lausar ferðir eða fá endurgreitt, sími 481 2800, opið til 19:15 í kvöld.
 

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is