Mjaldraflugvélin væntanleg 16. apríl
- TVG-Zimsen sér um landflutninginn
26.Mars'19 | 07:31Tveir mjaldrar verða fluttir með flugvél Cargolux til Íslands 16. apríl nk. með það að markmiði að koma þeim fyrir í sjókví í Vestmannaeyjum. TVG-Zimsen mun sjá um landflutning hvalanna eftir að þeir lenda hér á landi og stendur undirbúningur yfir um þessar mundir, að því er segir í fréttatilkynningu.
Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu stendur Sealife Trust fyrir verkefninu en hvalirnir, sem heita Little Grey og Little White, eru fluttir frá Changfeng Ocean World sædýragarðinum í Sjanghæ til Vestmannaeyja, þar sem þeir fá nýtt heimili í sjókvínni við Heimaey.
Eftir að vél Cargolux hefur lent munu sérútbúnir vagnar flytja hvalina landleiðina þar sem m.a. þjálfarar þeirra geta verið í talstöðvarsambandi við þá. Talsmaður TVG-Zimsen segir þetta skemmtilegt en krefjandi verkefni.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.