Bæjarráð ályktar um dýpkun Landeyjahafnar:

Afkastagetan er með öllu óásættanleg

20.Mars'19 | 05:33

Enn er þess beðið að hægt sé að sigla í Landeyjahöfn. Mynd/úr safni.

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir óánægju með ekki sé enn búið að opna Landeyjarhöfn, þrátt fyrir að margir dagar hafi gefist til dýpkunar á undanförnum vikum. Þetta kemur fram í bókun ráðsins sem samþykkt var á fundi bæjarráðs í gær. 

Þá segir í bókuninni að afkastageta verktakans við dýpkun sé með öllu óásættanleg og því miður sannast nú þær áhyggjur sem bæjarstjórn Vestmannaeyja hafði margbent á varðandi afkastagetuna.

Telja sig undir það búna að taka yfir rekstur Herjólfs í lok mánaðarins

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. kom á fund bæjarráðs og greindi frá stöðu undirbúnings félagsins á yfirtöku á rekstri Herjólfs og nýrrar Vestmannaeyjaferju. Kom m.a fram að félagið telji sig undir það búið að taka yfir rekstur Herjólfs þann 30. mars nk. Búið er að ganga frá ráðningarsamningum nær allra áhafna ferjunnar (skipstjóra, vélstjóra, stýrmanna og háseta), en enn er unnið að vaktaplani fyrir afgreiðslufólk félagsins og þegar það liggur fyrir verða ráðningarsamningar kláraðir. Einnig kom fram í máli Guðbjarts Ellerts að búast megi við tæknilegum hnökrum éinhverja daga í tenglsum við yfirfærslu rekstursins til félagsins. 

Gefið hefur verið út að ný ferja verði tilbúin 29. mars nk

Bæjarstjóri fór yfir stöðuna á nýrri Vestmannaeyjaferju, fund með vegamálastjóra og dýpkun hafnarinnar. Á fundi með vegamálastjóra kom fram að enn er ákveðnum atriðium ólokið varðandi framkvæmdir á skipinu og enn er eftir að ljúka samningum um ákveðin aukaverk. Upplýsingar um afhendingu ferjunnar munu skýrast frekar síðar í þessari viku. Gefið hefur verið út að skipið verði tilbúið 29. mars nk. Dýpkun Landeyjarhafnar gengur hægar en vonir stóðu til. Bæjarstjóri hefur komið á framfæri að afkastageta verktakans við dýpkunina sé óásættanleg. Bæjarstjóri upplýsti um að von er á vegamálastjóra á fund bæjarstjórnar Vestmannaeyja í næstu viku.

     

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).