Fóru yfir stöðu HSU með stjórn SASS
19.Mars'19 | 08:39Á síðasta stjórnarfund Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga komu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Cecilie B. H. Björgvinsdóttir mannauðsstjóri.
Fulltrúar HSU kynntu m.a. hvernig mönnun er háttað, að staða yfirmanns sjúkraflutninga sé laus til umsóknar, í ársreikningi stofnunarinnar verður framvegis fjallað um sveitarfélögin fimmtán á Suðurlandi og einnig fór forstjórinn yfir fjarheilbrigðisþjónustuverkefni sem eru í gangi og hvað hafi áunnist í málaflokknum.
Ákveðið var að þekkjast boð Herdísar um að fá m.a. Sigurð Árnason lækni til að kynna þau fjarheilbrigðisþjónustuverkefni sem eru í gangi, stöðu þeirra og næstu skerf. Formaður þakkaði þeim fyrir komuna og hlakkaði til áframhaldandi góðs samstarfs við stofnunina, segir í fundargerð stjórnarinnar.
Tags
SASS
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...