Nýr Herjólfur:

Sigl­ir ekki strax fyr­ir raf­magni

16.Mars'19 | 09:09
Herjólfur Jóh 8

Turn­arn­ir til að tengja hleðslu­stöð Herjólfs við raf­magn koma með skip­inu frá Póllandi. Mynd/Aðsend.

Turn­arn­ir sem sett­ir verða upp í Land­eyja­höfn og Vest­manna­eyja­höfn til að tengja hleðslu­stöð Herjólfs við raf­magn koma með skip­inu frá Póllandi. Tek­ur tíma að koma búnaðinum upp og verður Herjólf­ur því ekki raf­drif­inn fyrst um sinn.

Vega­gerðin áætl­ar að kerfið kom­ist í gagnið í vor eða sum­ar. Turn­arn­ir verða á hafn­ar­bökk­un­um, við skips­hlið. Þeir eru tölu­verð mann­virki og með arma sem ganga út í skipið.

Vest­manna­eyja­bær er að ganga frá breyt­ing­um á deili­skipu­lagi til að hægt verði að heim­ila bygg­ingu hleðslut­urns þar og HS Veit­ur hófu í gær að grafa fyr­ir streng frá aðveitu­stöð að skips­hlið. Kap­al­leiðin er í því til­viki ör­stutt.

Full­trúi skipu­lags- og bygg­inga­mála í Rangárþingi eystra hef­ur fengið teikn­ing­ar af fyr­ir­huguðum turni við Land­eyja­höfn og á von á að um­sókn um fram­kvæmda­leyfi ber­ist fljót­lega.

 

Mbl.is greindi frá.

Tags

Herjólfur

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.