Annað dýpkunartæki væntanlegt í Landeyjahöfn

- miðað við nýjustu veðurspár mun ekki takast að gera höfnina klára fyrr en í fyrsta lagi eftir þarnæstu helgi

15.Mars'19 | 11:15
IMG_4199

Tómlegt í Landeyjahöfn. Dísan fór þangað í morgun en er nú komin aftur til Eyja. Ljósmynd/TMS

Unnið er eftir verkáætlun sem miðar að því að gera höfnina klára fyrir Herjólf eins fljótt og hægt er, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni varðandi dýpkun í og við Landeyjahöfn. Dýpkunarskipið Dísa hélt af stað í morgun en er nú komin aftur til Eyja.

„Eins og staðan er núna á eftir að fjarlægja 30 þús m3, þar af 5-10 þús m3 milli garða og afganginn í innri hluta hafnarinnar. Það er mikilvægt að við fáum næði til að klára þetta áður en umferð verður sett á höfnina.” segir ennfremur í tilkynningunni.

Búið að fjarlægja 11-12 þúsund rúmmetra

Vinna með dýpkunarskipi hófst 4. mars. Skipið afkastar ca 5000 m3 á sólarhring við kjöraðstæður. Afköstin minnka þegar aðstæður versna. Aðstæður á hverjum tíma eru metnar út frá ölduhæð, öldulengd og vindhraða. Skipið vann við dýpkun 4., 5., 6., 7., 12. og 13. mars. Búið er að fjarlægja 11-12 þúsund m3.

Sjá einnig nýjustu dýptarmælingu: Dýpið við Landeyjahöfn

4-6 daga til þess að fjarlægja sandinn sem er að trufla

Annað dýpkunartæki, gröfuprammi sem er í Þorlákshöfn núna og verður fluttur til Landeyjahafnar um leið og það er hægt. Mögulega um helgina en það er ekki öruggt.

Vonast er til að hægt verði að auka afköstin í allt að 10 þús m3 á dag þegar gröfupramminn verður kominn. Mat Vegagerðarinnar er að það þurfi bæði tæki í 4-6 daga til þess að fjarlægja sandinn sem er að trufla miðað við stöðuna núna.

Miðað við nýjustu veðurspár verður hægt að vinna frá aðfaranótt sunnudags og fram á mánudagskvöld og síðan ekki meir fyrr en á föstudag – laugardag í næstu viku. Samkvæmt þessu mun ekki takast að gera höfnina klára fyrr en í fyrsta lagi eftir þarnæstu helgi, segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).