Reynt til þrautar að finna loðnu

4.Mars'19 | 13:31
lodnuveidar_sp_eyjar.net

Eyjaskip á loðnumiðum. Mynd/úr safni

Tvö skip reyna nú til þrautar að finna loðnu eftir að sjómenn sáu fallegar torfur sunnan við land um helgina. Sviðstjóri hjá Hafró gerir sér hóflegar væntingar. Þetta gæti verið sama loðna og áður fannst austan við land, en ekki útilokað að eitthvað hafi bæst við.

Greint er frá þessu á fréttavef Ríkisútvarpsins - ruv.is. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að fresta leit fyrir vestan og senda leitarskipin að mögulegri göngu úr tveimur áttum.

Grænlenska skipið Polar Amaroq sem er í eigu dótturfélags Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sigldi frá Reykjavík í gær og í stað þess að fara vestur kembdi það svæði suður af Reykjanesi. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá HAFRÓ, segir að þar hafi ekkert sést af þeim fallegu tofum sem sjómenn sáu á svæðinu frá Vestmannaeyjum og austur undir Skeiðarárdýpi. Þær voru á hraðri leið vestur og ekki ólíklegt að þær syndi brátt í flasið á Polar Amaroq eða Heimskauta-úlfinum. Hann kom við í Þorlákshöfn í morgun og hirti upp rannsóknarfólk HAFRÓ, hringsólaði úti fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri og tók stefnuna austur á móti mögulegri loðnugöngu.

Á kvöldflóði eða milli fjögur og fimm í dag blandar skipið Ásgrímur Halldórsson frá Skinney Þinganesi sér í eltingarleikinn, fer frá Hornafirði og nálgast fiskinn sem prýðir tíkallinn hinum megin frá. Þorsteinn hjá HAFRÓ segir að torfurnar sem sáust um helgina gætu að hluta verið sami fiskur og áður mældist fyrir austan land. Það voru um 200 þúsund tonn og þótti ekki ástæða til að gefa út kvóta en ekki er útilokað að nú hafi eitthvað bæst við.

Algjör bestur myndi valda tekjutapi hjá útgerðum í uppsjávarveiðum og vinnslu. Markaðir fyrir loðnu og hrogn gætu tapast. Þá yrðu sjómenn og starfsfólk í verksmiðjum í landi af tekjum. Einnig sveitarfélög og hafnarsjóðir. Víða hefur verið gert ráð fyrir tekjum í fjárhagsáætlunum og hafa bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð falið fjármálastjórum sínum að taka saman upplýsingar um mögulegt tekjutap vegna loðnubrests.

 

Ruv.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...