Skólaverkefni Listasafns ASÍ í Eyjum

1.Mars'19 | 13:17
grv_born_19_ads

Ljósmyndir/aðsendar

Síðastliðinn þriðjudag og miðvikudag komu fulltrúar Listasafns ASÍ til Eyja með skólaverkefni sitt. Skólaverkefni Listasafns ASÍ hafa verið haldin á þremur stöðum það sem af er. 

Fyrst í október 2017 í Lækjarskóla í Hafnarfirði og í desember í Seyðisfjarðarskóla og í júlí sl. á Blönduósi í tengslum við sýningu Sigurðar Guðjónssonar. Kennarar hafa verið Ragnheiður Gestsdóttir myndlistarmaður og kvikmyndagerðarkona, Sigrún Jónsdóttir tónskáld og  Kolbeinn Hugi Höskuldsson myndlistar- og tónlistarmaður. Anna Kolfinna Kuran danshöfundur kenndi hins vegar námskeiðið í Eyjum.

Síðasta sýningarhelgi UNIVERSAL SUGAR

Skólaverkefnið var skipulagt í tengslum við sýningar á verkum Hildigunnar Birgisdóttur í Vestmannaeyjum og í Garðabæ, en um helgina er síðasti sjéns til að bera þá sýningu augum. Sýningin UNIVERSAL SUGAR er á Höfðavegi 11 (gengið inn að vestanverðu) og verður opið um helgina en þar tekur Ásgeir Hjaltalín á móti gestum bæði laugardag og sunnudag milli kl. 14 -17.

Fleiri myndir frá sýningunni í GRV má sjá hér að neðan.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).