Huginn á heimleið með fullfermi
1.Mars'19 | 18:36Uppsjávarskipið Huginn VE er á heimleið til Vestmannaeyja með fullfermi af kolmunna sem veiddist á miðunum suðvestur af Írlandi.
Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri segir að íslenski flotinn hafi verið við kolmunnaveiðar á þessum slóðum í um mánuð, nokkru fyrr en áður þar sem engin loðnuveiði hefur verið við Ísland. Í samtali við Vísi.is segir hann að um 2.100 tonn af kolmunna séu í lestum skipsins.
Guðmundur Huginn segir að venjulega hafi íslensku skipin haldið til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni um miðjan apríl. Þar sem ósamið sé við Færeyinga viti menn ekkert hvort Íslendingar fái að veiða þar í ár.
„Ég er ekkert viss um að þeir semji við okkur núna því þeir fá enga loðnu á Íslandi. Í fyrra sömdu þeir við okkur til að komast í loðnuna meðal annars,“ segir Guðmundur Huginn. Huginn VE er væntanlegur til Eyja annað kvöld, segir í frétt Vísis.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.