Bæjarráð Vestmannaeyja:

Fagna "skosku leiðinni" í samgönguáætlun

20.Febrúar'19 | 07:15
IMG_5509

Vél flugfélagsins Ernis á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð fjallaði um á fundi sínum í gær, þær breytingar sem umhverfis- og samgöngunefnd hefur lagt til að taka inn í samgönguáætlun Alþingis. Ráðið fagnar því að hin svokallaða "skoska leið" sé komin inn í samgönguáætlun. 

Það er stórt skref í að gera innanlandsflug að almenningssamgögnum. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með að inn í texta samgönguáætlunar sé gert ráð fyrir óháðri úttekt á Landeyjarhöfn. 

Vilja að fastar verði að orði kveðið um að flýta viðhaldsframkvæmdum við flugvöllinn í Vestmannaeyjum

Bæjarráð beinir þeim óskum til fulltrúa umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að fastar verði að orði kveðið um að flýta viðhaldsframkvæmdum við flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Jafnframt ítrekar bæjarráð mikilvægi Landeyjarhafnar fyrir fólk og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og að vel sé staðið að framkvæmdum, viðhaldi og rekstri hafnarinnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.