Fyrrum samstarfsfélögum boðið til þorrablóts

16.Febrúar'19 | 14:53

Vinnslustöðin tók upp þann skemmtilega sið í fyrra að bjóða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og mökum þeirra á þorrablót. Þótti uppátækið hafa tekist það vel til að ákveðið var að endurtaka leikinn ár.

Sindri Viðarsson og Sverrir Haraldsson sviðstjórar Vinnslustöðvarinnar fóru yfir rekstur fyrirtækisins síðastliðið ár. Þá rúllaði myndasýning sem þeir Kári Bjarnason og Sigurgeir Jónasson settu saman frá starfsemi VSV. 

Þór Vilhjálmsson hafði veg og vanda að undirbúningi. Hann var glaður með hvernig til tókst og sagði hann að gestir hafi reglulega gaman að því að hitta gömlu vinnufélagana og gera sér glaðan dag saman. 

Ljósmyndari Eyjar.net leit við í Akóges í gærkvöldi og smellti nokkrum myndum sem sjá má hér að neðan.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-