Erna Georgsdóttir ráðin í starf æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa
12.Febrúar'19 | 11:42Vestmannaeyjabær hefur ráðið Ernu Georgsdóttur í starf æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa. Erna er með masterpróf í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og diplóma í kynfræði.
Að auki hefur hún tekið námskeið í mannauðsstjórnun og markþjálfun. Erna hefur starfað sem sveitarforingi hjá skátunum og er með Gilwell – æðsta stig í leiðtogaþjálfun. Einnig hefur hún starfað á vegum þjóðhátíðarnefndar undanfarin ár og haldið þar utan um viðamikil verkefni. Erna mun hefja störf á næstu vikum, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.