Eftir Elís Jónsson

Ölduhæð og dýpkun

11.Febrúar'19 | 17:05
gallei_gardar

Dýpkað í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Við sem búum í Vestmannaeyjum þekkjum orðin ,,ölduhæð“ og ,,dýpkun“ kannski betur en mörg önnur orð. Ástæðan er einföld þessi orð hafa mikil áhrif á samgöngur okkar við fastalandið. 

Ég hef áður skrifað greinar um dýpkun og eytt töluverðum tíma síðustu mánuði m.a. í samskipti við Vegagerðina o.fl. Nú síðast voru dýpkunarmál rædd á bæjarstjórnarfundi þann 31. janúar sl. og þær upplýsingar sem við höfðum þá voru að skip frá danska fyrirtækinu Rohde Nielsen kæmu í svokallaða febrúardýpkun enda var sameiginleg bókun bæjarstjórnar svona:

Dýpkun í Landeyjahöfn er mikið í umræðunni enda höfnin lokuð og ekki verið að dýpka þrátt fyrir fögur fyrirheit og ágætar aðstæður. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælti harðlega þegar Vegagerðin tók ákvörðun um að semja við nýjan aðila um dýpkun hafnarinnar til næstu 3ja ára. Að ósk Vestmanneyjabæjar var boðin út febrúardýpkun í Landeyjahöfn, tilboðum í þá dýpkun var öllum hafnað. Í framhaldinu var tekin ákvörðun innan Vegagerðarinnar reyna að semja við þann sem var næst kostnaðaráætlun og standa þær samningaviðræður yfir. Bæjarstjórn hvetur til þess að samningar verið kláraðir fljótt og vel svo hægt verði að dýpka og opna höfnina.

Þó málin hafi ekki verið rekin í fjölmiðlum þá hefur farið mikill tími í þetta stóra hagsmunamál okkar, þar sem bæjarstjórinn okkar hefur reglulega verið í sambandi við Vegagerðina. Ég hef reglulega afritað og geymt hjá mér gögn sem við öll höfum aðgang á hverjum tíma er snýr að sjólagi við Landeyjahöfn.

Það sem er sameiginlegt við siglingar Herjólfs og dýpkunarskipa er að þeir aðilar sem bera ábyrgðina þ.e. skipstjóri viðkomandi skips hefur aðgang að betri og meiri upplýsingum auk reynslunnar til að taka ákvörðun. Oft eigum við það til að bera saman blíðu sjóveður í kringum Eyjar við aðstæður í Landeyjahöfn og horfum blint á ölduhæð þar sem okkur var talin trú um að hægt væri að sigla við ákveðna ölduhæð sem nú í seinni tíð hefur verið miðuð við 2,5m. Fleiri þættir skipta sköpum þ.m.t. öldulengd, straumur, vindur og dýpi.

Með minna dýpi verður meira grunnbrot og það er ekki óalgengt að það brjóti í 1,5m ölduhæð á þeim árstíma sem nú er. Það þýðir þó ekki að leggja árar í bát og staðhæfa að í desember, janúar og febrúar sé hreinlega ekki hægt að dýpka. Við vitum að við ráðum illa við veðrið, það hefur verið óvenju gott síðustu misseri enda sýnir nýleg dýptarmæling að dýpið er óvenju gott miðað við árstíma.

Herjólfur hætti að sigla þann 6. desember sl. og með nokkri vissu má segja að mjög fáir dagar hafi verið til dýpkunar í desember. Hefði verið nægt dýpi hefði núv. Herjólfur mögulega siglt um 6 daga. Í janúar var betri tíð en oft gerist, með nokkri vissu má einnig segja að nokkrir dýpkunardagar hafi verið í seinni hluta mánaðarins og um mánaðarmót. Hefði verið nægt dýpi hefði núv. Herjólfur þá mögulega siglt um 17 daga þó full áætlun hefði ekki náðst alla daga. Það sem af er febrúar hafa verið nokkuð góðar aðstæður, hefði verið nægt dýpi hefði núv. Herjólfur mögulega siglt um helming daga og dýpkunardagar í við færri.

Það er þó aldrei hægt að taka ákvörðun fyrir þá sem bera ábyrgðina því þeir aðilar hafa miklu meiri reynslu og þekkingu en almennir notendur hafa, því ekki hægt fullyrða neitt fyrir viðkomandi. Til að reyna nálgast ofangreint leitaði ég mér til viðbótar upplýsinga hjá staðkunnugum og reyndari mönnum en það sem skiptir mestu máli eru aðstæður við höfnina. Aðstæður og aðkomu þarf fyrst og fremst að laga, þó fyrr hefði verið! Það gagnast öllum sem þurfa nota höfnina en lítið sem ekkert hefur verið gert í að verða 9 ár frá opnun hennar. Samdóma álit reyndustu skipstjóra sem siglt hafa í Landeyjahöfn er að verja þurfi innsiglinguna fyrir brotum. Afkastageta dýpkunarskipa er jafnframt ráðandi og  hef ég áður skrifað um það.

Við getum horft bjartsýn til næstu missera því ég hef jafnframt sagt að nýtt grunnristaraskip mun gera betur hvað siglingar í Landeyjahöfn varðar. Baráttunni er þó ekki nærri lokið til þess að Landeyjahöfn verði sú höfn sem lagt var upp með í upphafi.

 

Elís Jónsson

Höfundur er forseti bæjarstjórnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).