Fréttatilkynning:

Nethamar nýr þjónustuaðili Brimborgar

6.Febrúar'19 | 12:05
Nethamar[177268]

Ljósmynd/aðsend

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Nethamar er nýr þjónustuaðili Brimborgar í Vestmannaeyjum. Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Brimborgar og Nethamars í Vestmannaeyjum.

Bifreiðaverkstæðið Nethamar er með því orðin viðurkenndur þjónustuaðili fyrir öll fólks- og sendibíla merki Brimborgar Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot.

Við viljum með samningi þessum auka þjónustuna við okkar fjölmörgu viðskiptavini í Vestamannaeyjum en salan á merkjum Brimborgar hefur aukist mikið undanfarin ár á þessu svæði og eiga viðskiptavinir okkar að geta sótt sér alla þjónustu hjá viðurkenndum þjónustuaðila í heimabyggð. Starfsmenn Nethamars munu taka fagnandi á móti ykkur.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-