Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Skora á þingmenn og ráðherra að bregðast hið fyrsta við óásættanlegri stöðu sjúkraflugs

2.Febrúar'19 | 09:35
sjukrav

Sjúkraflugvélin á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa er varðar heilbrigðismál sveitarfélagsins. Í bókuninni segir að ánægjulegt sé að læknum búsettum í Vestmannaeyjum sem starfa á HSU fari fjölgandi og óskandi að sú jákvæða þróun haldi áfram. 

þá segir að nauðsynlegt sé jafnframt að sú grunnþjónusta sem boðið hefur verið upp á hingað til verði áfram til staðar. Þjónusta augnlæknis og sónarþjónusta verði í boði en óviðunandi skortur á þessari þjónustu veldur kostnaðarauka og óþægindum fyrir íbúa.

Bæjarstjórn skora á þingmenn og heilbrigðisráðherra að bregðast hið fyrsta við óásættanlegri stöðu hvað sjúkraflug varðar en slíkt hefur ekki verið gert þrátt fyrir svarta skýrslu ríkisendurskoðunar frá 2013 hvað málið varðar. Bráðaþjónustu þarf að efla í sveitarfélaginu til að öryggi íbúa verði tryggt eftir fremsta megni. Bæjarstjórn skora einnig á heilbrigðisráðherra að nýta tækifærin í tækninni og stórefla fjarheilbrigðisþjónustu en slíkt er líklegt til að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, draga úr kostnaði og bæta almenn lífsgæði og heilsufar íbúa.

Yfirmenn HSU og þingmenn kjördæmisins eru hvattir til að beita sér fyrir bættu aðgengi íbúa í Vestmannaeyjum að heilbrigiðsþjónustu.
 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.