Þórunn Sveinsdóttir VE á leið í lengingu

31.Janúar'19 | 07:48
thorunn_sv

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 verður lengd um 6,6 metra. Ljósmynd/TMS

Skuttogarinn Þórunn Sveinsdóttir VE-401 fer utan í lok febrúar. Til stendur að lengja skipið um 6,6 metra að sögn Sigurjóns Óskarssonar, útgerðarmanns. Hann segir að skipasmíðastöðin eigi að skila skipinu aftur þann 15. júní. 

Sigurjón segir að auk lengingarinnar verði farið í almennt viðhald, en skipasmíðastöðin í Skagen í Danmörku annast verkið. Sú stöð smíðaði einmitt skipið árið 2010. Með lengingunni eykst lestarplássið töluvert og mun skipið bera 200 kerum meira en það gerir í dag.

Það er útgerðarfélagið Ós sem gerir skipið út. Á meðan Þórunn VE er í burtu mun útgerðin taka á leigu Bylgju VE í um 2 mánuði, og fá þeir skipið leigt frá 20 febrúar.

Sigurjón segir að aflabrögð hafi verið góð upp á síðkastið. „Nú í vikunni erum við búin að ná í um 620 ker, sem fiskaðist í tveimur túrum.”

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.