Nýtt athafnasvæði skipulagt norðan flugvallar

31.Janúar'19 | 07:27
flugvollur

Svæðið sem um ræðir er norðan flugvallar.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs fyrr í vikunni fól ráðið skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning við vinnslu deiliskipulags á athafnasvæði AT-3 við flugvöllinn.

Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar segir að ákveðið hafi verið að hefja skipulagsvinnu á nýju athafnasvæði norðan flugvallar, við Dali. Um er að ræða athafnasvæði sem er svipað að flatarmáli en athafnasvæðið við Flatir.

Í skipulagsákvæði segir: Nýtt athafnasvæði fyrir blandaða atvinnustarfsemi: léttan iðnað, hreinleg verkstæði, umboðs- og heildverslanir, skrifstofur, vörugeymslur, rannsóknarhús, veitustarfsemi og aðra starfsemi þar sem lítil hætta er á mengun. Stuðlað skal að aðlaðandi ásýnd svæðisins og áhersla lögð á að umhverfisfrágangur verði vandaður með tilliti til hreinlætis, frágangs og hávaða.

Athafnasvæðið sem um ræðir er merkt AT-3 á mynd.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...