Herjólfur:
Þjóðhátíðarvikan og fótboltamótshelgarnar fara í sölu í lok febrúar
28.Janúar'19 | 14:17Nokkrar fyrirspurnir hafa borist Eyjar.net um að ekki sé hægt að bóka á öllum helgum komandi sumars í Herjólf. „Það er rétt, við höfum í samstarfi við ÍBV „geymt“ þessa daga þ.e. tekið frá fyrir liðin, keppendur/þjálfara/liðstjóra.” segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs.
Hann segir enn fremur að þegar ÍBV sé búið að fá staðfestingu á fjölda frá hverju liði fyrir sig er restin sett í sölu. „Þetta hefur verið gert ca um mánaðarmótin feb/mars. Þá á einnig eftir að setja „Þjóðhátíðarvikuna“ í sölu, það verður gert kl 09:00 þann 20. feb n.k. og þá líklega fólboltamótin (Orkumótið, TM mótið) viku síðar.” segir Gunnlaugur.
Tags
Herjólfur
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.